Hlutverk skjólstæðinga
Og Forföll

Ábyrgð skjólstæðings

Þú ert ábyrg/ur fyrir að mæta í viðtalstímann þinn eða barnsins þíns. Engin áminning er send fyrir tímana og því er mikilvægt að þú skrifir hjá þér dagsetningu og tímasetningu þjálfunartímanna. 

Forföll

Forfallagjald er 10 þúsund krónur ef ekki er mætt í bókaða tíma. Sú upphæð verður sett inn sem krafa á heimabanka foreldra sé ekki mætt í tíma og ekki látið vita af forföllum deginum áður. Þetta á líka við um fyrsta bókaða tíma og hlaupandi skjólstæðinga.

Vinsamlegast tilkynntu forföll fyrir kl.15.30 deginum áður með tölvupósti á þinn talmeinafræðing eða skilaboðum í símanúmer talmeinafræðingsins. Þær upplýsingar færðu i fyrsta bókaða viðtali. Ef þú afboðar ekki þá ertu ábyrg/ur fyrir greiðslu á viðtalinu. Ef þú hefur fengið samþykki Sjúkratrygginga Íslands fyrir þátttöku í greiðslu á þjálfun þá greiðir sú stofnun einungis fyrir þau viðtöl sem mætt er í. Þar af leiðandi ert þú ábyrg/ur fyrir greiðslu á viðtali sem þú afboðar ekki. Í fyrsta tíma muntu skrifa undir að þið samþykkið notkun skrópgjalds.

Ef þrjú forföll, sem ekki hafa verið tilkynnt, eiga sér stað í einni lotu er litið svo á að þú ætlir ekki að nýta þjónustu Talþjálfunar Mosfellsbæjar og öðrum skjólstæðingum boðinn tíminn. Einnig mun beiðni þín fara aftast á biðlistann kjósir þú að halda áfram í talþjálfun.

Trúnaður og lög um réttindi sjúklinga

Samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og réttindi sjúklinga, þá eru heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði varðandi þær upplýsingar sem þú veitir þeim. Þeir geta ekki veitt öðrum aðila upplýsingar um þig eða barnið þitt, nema með skriflegu leyfi þínu. Þetta á t.d. við um skýrslur með upplýsingum um greiningar – slíkt má talmeinafræðingur ekki afhenda neinum án skriflegs samþykkis þíns. 

Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði er:

  1. Þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber heilbrigðisstarfsma

Frekari upplýsingar um lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og lög um réttindi sjúklinga nr.  74/1997 er að finna á vefslóðinni http://althingi.is/. Kvartanir vegna þjónustu heilbrigðisstarfsmanna berast til Landlæknisembættisins. 

Staðsetning

Kjarni, Þverholt 2

Skrifstofan er á 1.hæð
270, Mosfellsbæ

Hafðu samband