Gjaldskrá

Gjaldskráin okkar
Talmeinafræðingar á Talþjálfun Mosfellsbæjar starfa samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands og greiðslur vegna þjónustunnar fara því eftir gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga hverju sinni.
Börn undir 18 ára greiða ekkert gjald fyrir talþjálfun ef þau eru með beiðni um talþjálfun frá lækni og niðurstöður greiningar talmeinafræðings falla undir þau viðmið sem Sjúkratryggingar Íslands hafa sett fyrir greiðsluþátttöku. Falli niðurstöður ekki undir þessi viðmið þarf skjólstæðingur að borga tímann sjálfur, en fyrsta viðtal er ávallt niðurgreitt, sé læknabeiðni meðferðis.
Fullorðnir einstaklingar greiða samkvæmd gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga hverju sinni, gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna talþjálfunar má nálgast HÉR.
Staðsetning
Kjarni, Þverholt 2
Skrifstofan er á 1.hæð
270, Mosfellsbæ